Munum gera allt til að forðast stigmögnun

Íran gerir árás á Ísrael | 15. apríl 2024

Munum gera allt til að forðast stigmögnun

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að frönsk stjórnvöld myndu gera allt sem í sínu valdi stæði til að forðast stigmögnun átaka í Mið-Austurlöndunum eftir fordæmalausa árás Írans á Ísrael um helgina.

Munum gera allt til að forðast stigmögnun

Íran gerir árás á Ísrael | 15. apríl 2024

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP/Lewis Joly

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að frönsk stjórnvöld myndu gera allt sem í sínu valdi stæði til að forðast stigmögnun átaka í Mið-Austurlöndunum eftir fordæmalausa árás Írans á Ísrael um helgina.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að frönsk stjórnvöld myndu gera allt sem í sínu valdi stæði til að forðast stigmögnun átaka í Mið-Austurlöndunum eftir fordæmalausa árás Írans á Ísrael um helgina.

„Við munum gera allt til að forðast stórslys, það er að segja stigmögnun,“ sagði hann við BFMTV-sjónvarpsstöðina, og bætti við að franskar orrustuþotur hefðu aðstoðað við að verja lofthelgi Jórdaníu.

„Í nokkur ár höfum við verið með flugstöð í Jórdaníu til að berjast gegn hryðjuverkum,“ sagði forsetinn og hélt áfram: „Lofthelgin var rofin. Við sendum þoturnar af stað og þær stöðvuðu það sem þurfti að stöðva.“

Stephane Sejourne, utanríkisráðherra Frakklands, hefur kallað sendiherra Írans á fund í dag til að tjá honum afstöðu Frakka.

mbl.is