Líbönsku hryðjuverkasamtökin Hisbollah réðust í dag á herstöð ísraelska hersins innan landamæra Ísraels með stýriflaugum og árásardrónum. 14 Ísraelsmenn særðust í árásinni.
Líbönsku hryðjuverkasamtökin Hisbollah réðust í dag á herstöð ísraelska hersins innan landamæra Ísraels með stýriflaugum og árásardrónum. 14 Ísraelsmenn særðust í árásinni.
Líbönsku hryðjuverkasamtökin Hisbollah réðust í dag á herstöð ísraelska hersins innan landamæra Ísraels með stýriflaugum og árásardrónum. 14 Ísraelsmenn særðust í árásinni.
Þrátt fyrir að Hisbollah og Ísraelsmenn hafi skipst á skotum síðustu mánuði nær daglega þá hefur aukin spenna verið á landamærum Ísraels og Líbanon í kjölfar árásar Írans á Ísrael um helgina.
Síðustu þrjá daga hafa Ísraelsmenn særst daglega í árásum Hisbollah og samkvæmt ísraelska hernum þá særðust 14 manns í árásinni í dag. Hisbollah segir að þessi tiltekna árás hafi verið hefndarárás eftir að Ísrael felldi í gær tvo leiðtoga í Hisbollah ásamt öðrum Hisbollah-liða.
Sú árás Ísraelsmanna var einnig sögð hefndarárás fyrir árás Hisbollah degi á undan sem særði þrjá Ísraela.
Samkvæmt AFP-fréttaveitunni þá hafa um 300 Hisbollah-liðar verið felldir frá 7. október og um 70 almennir borgarar í Líbanon. Þá hafa um tíu ísraelskir hermenn verið felldir og átta saklausir borgarar.