Baldur Þórhallsson segir að mikilvægt að forsetinn þori að ræða um öryggis- og varnarmál. Hann segir að Katrín Jakobsdóttir geti sjálf svarað fyrir sig varðandi afstöðu hennar til Atlantshafsbandalagsins.
Baldur Þórhallsson segir að mikilvægt að forsetinn þori að ræða um öryggis- og varnarmál. Hann segir að Katrín Jakobsdóttir geti sjálf svarað fyrir sig varðandi afstöðu hennar til Atlantshafsbandalagsins.
Baldur Þórhallsson segir að mikilvægt að forsetinn þori að ræða um öryggis- og varnarmál. Hann segir að Katrín Jakobsdóttir geti sjálf svarað fyrir sig varðandi afstöðu hennar til Atlantshafsbandalagsins.
Þetta kom fram á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is með Baldri Þórhallssyni á Hótel Selfossi í gærkvöldi.
„Að sjálfsögðu fylgir forseti utanríkisstefnu sitjandi ríkisstjórnar – á að gera það – og forsetar hafa gert það. Eigi að síður finnst mér mikilvægt að hafa forseta sem talar um mikilvægi þess að við gætum að öryggis- og varnarmálum. Við gætum að almannavörnum í landinu,“ sagði Baldur og bætti við:
Ef forsetinn má ekki tala um mikilvægi almannavarna, þá hvað? Við megum ekki gelda svo embættið að það geti ekki ávarpað nokkurn hlut. Ég held að við viljum ekki forseta sem talar bara um að grasið sé grænt og himinninn blár,“ sagði Baldur.
Hátt í 200 manns sóttu fundinn og voru ýmis mál sem báru á góma. Má þar nefna Icesave, samkynhneigð hans og varnarmál.
Forsetafundir Morgunblaðsins og mbl.is halda áfram göngu sinni en á mánudaginn í næstu viku verður Katrín Jakobsdóttir á forsetafundi á Akureyri.
Horfðu á forsetafundinn í heild sinni: