Ný könnun kynnt á forsetafundi á Akureyri

Hringferð | 20. maí 2024

Ný könnun kynnt á forsetafundi á Akureyri

Forsetafundur Morgunblaðsins og mbl.is verður í kvöld haldinn með Katrínu Jakobsdóttur á Græna hattinum á Akureyri.

Ný könnun kynnt á forsetafundi á Akureyri

Hringferð | 20. maí 2024

Katrín Jakobsdóttir mætir á forsetafund Morgunblaðsins og mbl.is á Akureyri.
Katrín Jakobsdóttir mætir á forsetafund Morgunblaðsins og mbl.is á Akureyri. Samsett mynd

Forsetafundur Morgunblaðsins og mbl.is verður í kvöld haldinn með Katrínu Jakobsdóttur á Græna hattinum á Akureyri.

Forsetafundur Morgunblaðsins og mbl.is verður í kvöld haldinn með Katrínu Jakobsdóttur á Græna hattinum á Akureyri.

Fundurinn hefst klukkan 19.30 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Í upphafi fundar stíga álitsgjafarnir Þórhallur Jónsson, verslunarmaður á Akureyri, og Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs, á svið og ræða glænýja skoðanakönnun Prósents sem kynnt verður á fundinum í kvöld. 

Næstsíðasti forsetafundurinn

Blaðamenn­irn­ir Andrés Magnús­son og Stefán Ein­ar Stef­áns­son spyrja Katrínu spurn­inga um for­seta­embættið og í kjölfar þess verður opnað fyrir spurningar frá fundargestum.

Er þetta næstsíðasti forsetafundurinn en á fimmtudag verður haldinn forsetafundur með Höllu Tómasdóttur í Reykjanesbæ á Park Inn by Radisson klukkan 19.30.

mbl.is