Það að Baldur Þórhallsson kveðist ekki muna eftir því hvernig hann kaus í þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave hefur vakið þó nokkra athygli.
Það að Baldur Þórhallsson kveðist ekki muna eftir því hvernig hann kaus í þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave hefur vakið þó nokkra athygli.
Það að Baldur Þórhallsson kveðist ekki muna eftir því hvernig hann kaus í þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave hefur vakið þó nokkra athygli.
„Ég bara einfaldlega, í sannleika sagt, bara hreinlega man það ekki. Ég bara hreinlega sagt man það ekki,“ sagði Baldur í Spursmálum undir lok síðasta mánaðar þegar hann var spurður hvort að hann hafi kosið með samningunum eða á móti.
Á forsetafundi Morgunblaðsins á Selfossi á þriðjudag upplýsti hann þó um það að í aðdragandanum hafi hann hugsað mikið um málið og lýsti því í nokkru máli, þar á meðal vangaveltum um hvernig hann ætti að kjósa – ef hann myndi yfirhöfuð fara á kjörstað.
„Mér finnst skemmtilegast að hitta allt fólkið í kringum landið sem fer að spyrja mig um þetta en segir svo í kjölfarið „ég man nú ekki heldur hvað ég gerði, ég man ekki einu sinni hvort að ég mætti á kjörstað“,“ sagði Baldur meðal annars á forsetafundinum.
Andrés Magnússon blaðamaður sagði þá erfitt að trúa því að hann myndi ekki eftir því hvernig hann kaus í ljósi þess hversu mikið hann hefði hugsað um málið í aðdragandanum og myndi vel eftir því öllu, öllu nema hvernig hann greiddi atkvæði.
„Ég var mjög óviss um þetta – hvort ég ætti að greiða með eða skila auðu – fram á síðasta dag,“ sagði Baldur.
Á sínum tíma tjáði Baldur sig nokkuð um samningana og sagði m.a. í viðtali við Fréttablaðið hinn 31. mars 2011, að ef þjóðin hafnaði samningunum yrði það alvarlegt áfall fyrir Ísland til lengri tíma, ekki aðeins hvað þá samninga áhrærði.
Hann velti fyrir sér hvernig erlend stjórnvöld ættu að geta treyst samningum við ríkisstjórn Íslands ef forsetinn gengi ítrekað gegn vilja hennar og Alþingis.
„Ég held að þetta hafi veruleg áhrif á traust á íslensk stjórnmál, efnahagslíf og fyrirtæki. Menn eru ekki vanir því í hinum vestræna heimi að ríkisstjórnir hlaupist undan ábyrgð og samningum bara þegar hentar þeim.“