Forsetafundir Morgunblaðsins og mbl.is halda áfram göngu sinni en á mánudag mætir Katrín Jakobsdóttir á forsetafund á Akureyri.
Forsetafundir Morgunblaðsins og mbl.is halda áfram göngu sinni en á mánudag mætir Katrín Jakobsdóttir á forsetafund á Akureyri.
Forsetafundir Morgunblaðsins og mbl.is halda áfram göngu sinni en á mánudag mætir Katrín Jakobsdóttir á forsetafund á Akureyri.
Fundurinn verður haldinn klukkan 19.30 og eru allir Akureyringar og nærsveitungar velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir hafa hingað til verið mjög fjölsóttir og er fólk hvatt til að mæta tímanlega.
Tveir álitsgjafar verða fengnir í upphafi fundar til að rýna í glænýja skoðanakönnun Prósents sem kemur út á mánudaginn og svo munu blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson spyrja Katrínu spurninga um forsetaembættið.
Í kjölfar þess verður opnað fyrir spurningar úr sal frá fundargestum.
Þegar hefur Morgunblaðið haldið forsetafundi á Ísafirði, Egilsstöðum og Selfossi og verður þetta því síðasti landsfjórðungurinn sem Morgunblaðið og mbl.is eiga eftir að sækja heim til þess að halda forsetafund.