Það styttist óðum í forsetakosningarnar og hefur mbl.is og Morgunblaðið rætt við kjósendur út um allt land um hvað skiptir þá máli í fari næsta forseta og hvern þeir ætli að kjósa.
Það styttist óðum í forsetakosningarnar og hefur mbl.is og Morgunblaðið rætt við kjósendur út um allt land um hvað skiptir þá máli í fari næsta forseta og hvern þeir ætli að kjósa.
Það styttist óðum í forsetakosningarnar og hefur mbl.is og Morgunblaðið rætt við kjósendur út um allt land um hvað skiptir þá máli í fari næsta forseta og hvern þeir ætli að kjósa.
Blaðamaður mbl.is ræddi við nokkra Akureyringa í miðbænum í dag.
Auður Bergþóra Ólafsdóttir kveðst vera búin að ákveða hvern hún mun kjósa.
„Það er Halla Hrund,“ segir hún aðspurð í samtali við mbl.is.
Auður segir að Halla Hrund sé einlæg, alvöru og ópólitísk. Þetta séu eiginleikar sem skipti hana miklu máli í fari forseta Íslands.
Mbl.is og Morgunblaðið eru á Akureyri en í kvöld verður haldinn forsetafundur með Katrínu Jakobsdóttur á Græna hattinum klukkan 19.30. Á þann fund eru allir velkomnir og verður farið yfir glænýja skoðanakönnun Prósents.
Margrét Ögn Stefánsdóttir og Sigríður Valdimarsdóttir voru á vappinu í miðbænum er blaðamaður náði tali af þeim. Þær eru hvorugar búnar að ákveða hvern þær ætla að kjósa en það eru ýmsir hlutir sem skipta þær máli í fari næsta forseta.
Margrét segir skipta máli að forsetinn sé með góða framkomu, mannlegur en ekki stífur og sé til staðar fyrir fólkið í landinu.
„Það sem ég leitast eftir er heiðarleiki, ég held að það sé fyrst og fremst það,“ segir Sigríður.
Margrét segir að upphaflega hafi hún ætlað að kjósa Jón Gnarr en hún er ekki lengur svo ákveðin.
„Þegar hann hann bauð sig fram þá var ég alveg „já ég er búin að ákveða mig“ en núna er ég ekki alveg viss því mér líst vel á fleiri,“ segir hún og kveðst vera að tala um Jón Gnarr.
Sigríður skaut þá inn í:
„Ég hafði hugsað mér að kjósa Höllu Hrund,“ segir hann.
Þorsteinn telur Höllu vera frambærilega og kann hann vel við gildi hennar og framkomu.
„Ég held að hún verði mjög góður forseti ef hún verður kjörin.“
Ertu alveg ákveðinn eða er eitthvað sem gæti breytt skoðun þinni fyrir kosningar?
„Það sem að gæti hugsanlega breytt skoðun minni á lokametrunum er ef að einhver annar kæmist upp fyrir hana, þá er hugsanlegt að ég kjósi taktískt til þess að koma í veg fyrir að Katrín Jakobsdóttir verði forseti,“ svarar Þorsteinn.
Júlíana Sigríður Hannesdóttir er fædd og uppalin á Akureyri og hún er búin að ákveða að kjósa Höllu Hrund.
„Ég horfði á hana í sjónvarpi og þá varð ég alveg hundrað prósent ákveðin,“ segir Júlíana í samtali við mbl.is og kveðst vera að tala um kappræðurnar á Ríkisútvarpinu sem sýndar voru fyrir rúmlega tveimur vikum.