Halla Tómasdóttir hefði sem forseti hugsanlega sent samúðarkveðjur á írönsku þjóðina í kjölfar fráfalls forseta landsins, Ebrahim Raisi, og þá hugsanlega nýtt tækifærið til að vekja athygli á gildum Íslendinga.
Halla Tómasdóttir hefði sem forseti hugsanlega sent samúðarkveðjur á írönsku þjóðina í kjölfar fráfalls forseta landsins, Ebrahim Raisi, og þá hugsanlega nýtt tækifærið til að vekja athygli á gildum Íslendinga.
Halla Tómasdóttir hefði sem forseti hugsanlega sent samúðarkveðjur á írönsku þjóðina í kjölfar fráfalls forseta landsins, Ebrahim Raisi, og þá hugsanlega nýtt tækifærið til að vekja athygli á gildum Íslendinga.
Þetta sagði hún á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is í Reykjanesbæ í gærkvöldi.
Ebrahim Raisi, forseti Írans, og Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra Írans, létust í þyrluslysi um helgina. Raisi fékk viðurnefnið „slátrarinn frá Tehran“ þar sem hann stóð fyrir aftökum á þúsundum pólitískra fanga klerkastjórnarinnar í Íran.
„Ég held að allar þessa spurningar sem við erum að fá um svona mál er eitthvað sem við verðum að fá að leggja og nýta okkar dómgreind í þegar við erum í þessum aðstæðum,“ sagði Halla.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við mbl.is á dögunum að hún myndi ekki senda samúðarkveðjur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst senda samúðarkveðjur á írönsku þjóðina.
Halla Tómasdóttir líkti þessu við spurningar um það hvort að hún hefði sem forseti horft á Eurovision eða farið á samstöðutónleika með Palestínu, eins og Guðni Th. Jóhannesson. Þetta væri að hennar mati falskt val.
Stefán Einar Stefánsson ítrekaði spurninguna og þá sagði Halla:
„Ég er mjög umhyggjusöm manneskja og ég held að það geti alveg verið að þjóðin eigi um sárt að binda þó að ég sé ekki sammála því hvernig viðkomandi þjóðhöfðingi gekk fram. Ég held að það sé eðlilegt að þjóðhöfðingi sýni virðingu en gangi jafnframt fram af ábyrgð,“ sagði hún meðal annars en bætti seinna við:
„Ég hefði hugsanlega nýtt tækifærið til þess að vekja athygli á gildum Íslendinga, okkar áttavita og að við séum friðsæl þjóð sem viljum frið – við samhryggjumst þjóðinni en vonum að þeim lánist að fá þjóðhöfðingja sem leggur áherslu á frið,“ sagði Halla.
Horfðu á þáttinn í heild sinni: