Fjármagnið svo lítið að það breytir engu

Hringferð | 25. maí 2024

Fjármagnið svo lítið að það breytir engu

Halla Tóm­as­dótt­ir kvaðst á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is ekki vera hlynnt því að ís­lensk stjórn­völd styddu vopna­kaup til Úkraínu, sem verst áfram gegn ólög­legri inn­rás Rúss­lands. Hún vildi frek­ar að Ísland fjár­magnaði sáraum­búðir frá Kerecis og stoðtæki frá Öss­uri.

Fjármagnið svo lítið að það breytir engu

Hringferð | 25. maí 2024

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 4:32
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 4:32
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Halla Tóm­as­dótt­ir kvaðst á for­seta­fundi Morg­un­blaðsins og mbl.is ekki vera hlynnt því að ís­lensk stjórn­völd styddu vopna­kaup til Úkraínu, sem verst áfram gegn ólög­legri inn­rás Rúss­lands. Hún vildi frek­ar að Ísland fjár­magnaði sáraum­búðir frá Kerec­is og stoðtæki frá Öss­uri.

Halla Tóm­as­dótt­ir kvaðst á for­seta­fundi Morg­un­blaðsins og mbl.is ekki vera hlynnt því að ís­lensk stjórn­völd styddu vopna­kaup til Úkraínu, sem verst áfram gegn ólög­legri inn­rás Rúss­lands. Hún vildi frek­ar að Ísland fjár­magnaði sáraum­búðir frá Kerec­is og stoðtæki frá Öss­uri.

„Ég er hlynnt því að við tök­um alltaf af­stöðu með friði og nýt­um öll okk­ar áhrif til þess að fara fyr­ir friði. Við erum í varn­ar­banda­lagi – varn­ar­banda­lagi er lyk­il­orð – ekki sókn­ar­banda­lagi með Atlants­hafs­banda­lag­inu og það er mín skoðun að við get­um verið þátt­tak­end­ur í því og vest­rænu sam­starfi án þess að leggja fé til vopna­kaupa,“ sagði Halla á for­seta­fund­in­um sem var hald­inn í Reykja­nes­bæ í gær­kvöldi.

Halla Tómasdóttir á forsetafundinum í Reykjanesbæ í gær.
Halla Tóm­as­dótt­ir á for­seta­fund­in­um í Reykja­nes­bæ í gær. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Ekki ein­falt mál

Í mars greindi ut­an­rík­is­ráðuneytið frá því að Ísland myndi styðja við inn­kaup Tékk­lands á skot­fær­um fyr­ir Úkraínu og leggja fjár­muni í kaup á búnaði fyr­ir kon­ur í úkraínska hern­um.

„Fjár­magnið sem við leggj­um til í þessu til­felli er svo lítið að það breyt­ir engu. Við erum pínu­lít­il þjóð og við get­um látið miklu meira finna fyr­ir okk­ur með því að velja frið. Ég er ekki að segja að þetta sé ein­falt,“ sagði Halla.

Halla er for­stjóri B Team og sagði hún að fyr­ir­tæki sem vinna með B Team hafi verið með fyrstu fyr­ir­tækj­un­um til að yf­ir­gefa Rúss­land eft­ir að þeir réðust inn í Úkraínu.

„Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn, það er ekki sjálfsagt og Íslend­ing­ar úti um allt land hafa tekið und­ir með mér,“ sagði Halla.

Get­um lyft grett­i­staki með því að velja frið

Stefán sagði að það þyrfti vopn til að verj­ast Rúss­um og þá sagði Halla:

„Já og það eru marg­ar þjóðir – í raun­inni all­ar – að skipa sér í lið í þessu stríði, í Mið-Aust­ur­lönd­um, í sautján stríðum í Afr­íku og það eru stríð úti um all­an heim. Við get­um verið litla þjóðin sem lyft­ir grett­i­staki í heim­in­um með því að velja frið,“ sagði hún.

Á þriðja hundrað manns mættu á fund­inn.
Á þriðja hundrað manns mættu á fund­inn. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Horfðu á for­seta­fund­inn í heild sinni:

mbl.is