„Hvar er þessi evrópska menning?“

Rússland | 9. júní 2024

„Hvar er þessi evrópska menning?“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti telur að kosningarnar til Evrópuþingsins, sem fara nú fram, muni reyna á hefðbundin gildi Vesturlanda.

„Hvar er þessi evrópska menning?“

Rússland | 9. júní 2024

Pútín segir evrópska menningu standa höllum fæti og kennir fjölþjóðlegum …
Pútín segir evrópska menningu standa höllum fæti og kennir fjölþjóðlegum frjálslyndum viðhorfum um. AFP/Anton Vaganov

Vladimír Pútín Rússlandsforseti telur að kosningarnar til Evrópuþingsins, sem fara nú fram, muni reyna á hefðbundin gildi Vesturlanda.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti telur að kosningarnar til Evrópuþingsins, sem fara nú fram, muni reyna á hefðbundin gildi Vesturlanda.

Pútín flutti ræðu á föstudag á árlegri efnahagsráðstefnu í St. Pétursborg, og sagði að evrópsk menning stæði höllum fæti vegna „fjölþjóðlegra frjálslyndra viðhorfa“. 

Kosningarnar skýri stöðu hefðbundinna gilda

Pútín sagði í ræðu sinni að verið væri að deyða evrópska og kristna menningu í Vestur-Evrópu. „Hvar er þessi evrópska menning? Hún verður að öllu horfin innan skamms. Minnisvarðar arkitektúrsins munu einir standa eftir,“ sagði hann.

Sagði Pútín jafnframt að kosningarnar til Evrópuþings myndu skýra stöðu hefðbundinna gilda í Evrópu. „Margir Evrópubúar gera sér grein fyrir þessu og vinna að næstu skrefum á grunni hinna hefðbundnu gilda,“ sagði hann. 

Útgönguspár víða í Evrópu benda til mikillar sveiflu í átt að þjóðernissinnuðum flokkum sem eru langt til hægri. 

mbl.is