Óforsvaranlegt að samgönguáætlun skyldi kálað

Alþingi | 24. júní 2024

Óforsvaranlegt að samgönguáætlun skyldi kálað

„Það er algjörlega óforsvaranlegt að samgönguáætlun skyldi vera kálað,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar spurður hvernig þinglok blasi við flokknum.

Óforsvaranlegt að samgönguáætlun skyldi kálað

Alþingi | 24. júní 2024

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er algjörlega óforsvaranlegt að samgönguáætlun skyldi vera kálað,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar spurður hvernig þinglok blasi við flokknum.

„Það er algjörlega óforsvaranlegt að samgönguáætlun skyldi vera kálað,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar spurður hvernig þinglok blasi við flokknum.

Meðal þeirra mála sem afgreidd voru á þinginu, sem frestað var skömmu eftir miðnætti á laugardag, voru breytingar á fyrirkomulagi örorkukerfisins, nýtt útlendingafrumvarp og lögreglulög.

Nokkur stór mál komust ekki í gegnum þingið en þar bar hæst sótt­varn­ar­lög, vindorku­frum­varp, sam­göngu­áætlun og frum­varp um lagar­eldi.

Fagna breytingum á örorkufrumvarpi

Jóhann Páll segir að fyrir Samfylkingunni standi upp úr þær breytingar sem flokkurinn hafi ásamt sameinaðri stjórnarandstöðu náð fram á örorkufrumvarpinu.

„Í þessu felst meðal annars að heimilisuppbótin verður hærri en gert var ráð fyrir og búið sé að tryggja svo hafið sé yfir allan vafa að enginn sem er með gilt örorkumat, þegar lögin taka gildi, verði skikkaður í samþætt sérfræðimat,“ segir Jóhann Páll.

Allir flokkar að Flokki fólksins undanskildum kusu með frumvarpinu en Inga Sæland gagnrýndi það harðlega í samtali við mbl.is.

„Algjörlega óforsvaranlegt

Jóhann Páll segir óforsvaranlegt að samgönguáætlun hafi ekki verið afgreidd en það mál strandaði innan stjórnarflokkanna.

„Það er algjörlega óforsvaranlegt að samgönguáætlun skildi vera kálað og það vekur upp alvarlegar spurningar um erindi þessarar ríkisstjórnar.“

Í þessu samhengi nefnir Jóhann Páll líka að ekki hafi hafist framkvæmdir við ein einustu jarðgöng síðan ríkisstjórnarsamstarfið hófst og að fjárfestingar til vegasamgangna séu miklu lægri en gengur og gerist í OECD-ríkjunum.

Atkvæðin endurspegli afstöðu

Annars segir Jóhann Samfylkinguna hafa sett fram uppbyggilega gagnrýni og tekið málefnalega afstöðu til þeirra mála sem verið hafa til umfjöllunar á þinginu. Í því samhengi nefnir hann sérstaklega breytingar á útlendingalögum og lögreglulögum. 

„Í útlendingalögunum til dæmis þá studdum við ýmsar af grundvallarbreytingum frumvarpsins en vorum mjög á móti öðrum og þetta endurspeglaðist í því hvernig við greiddum atkvæði,“ segir Jóhann.

Þá segir hann Samfylkinguna ánægða með að tekist hafi að stöðva frumvarp um ÍL-sjóð sem hann segir að snúist hafi um að velta kostnaði á sjóðfélaga og þar með almennt launafólk í landinu. 

Treysta ekki ríkisstjórninni

Samfylkingin kaus gegn því að halda áfram sölunni á Íslandsbanka en Jóhann segir það ekki vera vegna þess að flokkurinn sé á móti því að bankinn sé seldur.

„Við lögðumst gegn sölunni á Íslandsbanka því við treystum ríkisstjórninni ekki til að standa að henni eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Jóhann Páll og bætir við:

„Við erum ekki „kategórískt“ á móti því að með tímanum losi ríkið um eignarhald í þessum tiltekna banka.“

mbl.is