Tólf farendur hurfu í Ermarsundið

Á flótta | 3. september 2024

Tólf farendur hurfu í Ermarsundið

Tólf farendur hið minnsta drukknuðu úti fyrir strönd Norður-Frakklands er þeir reyndu að koma sér á bátskrifli yfir til strandar Englands í dag í leit að betra lífi.

Tólf farendur hurfu í Ermarsundið

Á flótta | 3. september 2024

Sjúkraflutningamenn í Boulogne-sur-Mer í Norður-Frakklandi flytja illa haldinn sjófara af …
Sjúkraflutningamenn í Boulogne-sur-Mer í Norður-Frakklandi flytja illa haldinn sjófara af Ermarsundi undir læknishendur. Ekkert lát er á sókn flóttafólks frá löndum og svæðum þar sem skórinn kreppir verulega til vesturlanda í krafti drauma um nýtt og betra líf. AFP/Denis Charlet

Tólf farendur hið minnsta drukknuðu úti fyrir strönd Norður-Frakklands er þeir reyndu að koma sér á bátskrifli yfir til strandar Englands í dag í leit að betra lífi.

Tólf farendur hið minnsta drukknuðu úti fyrir strönd Norður-Frakklands er þeir reyndu að koma sér á bátskrifli yfir til strandar Englands í dag í leit að betra lífi.

Hafa ekki fleiri týnt lífinu það sem af er ári á Ermarsundinu eftir því sem frönsk stjórnvöld greina frá. Ritaði Gerald Darmanin innanríkisráðherra á samfélagsmiðilinn X að enn væri tveggja bátsverja leitað.

„Allra ráða er neytt til að finna þá sem saknað er og græða sár hinna slösuðu,“ segir ráðherra.

Fjöldi látinn á árinu – fleiri hólpnir

Margir þeirra sem björguðust voru í lífshættu eftir vosbúðina á hafinu, en það var áhöfn fransks skips, Minck, sem varð farendanna fyrst vör og sendi út neyðarkall. Eftir því sem AFP-fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum eru þrjú börn á meðal hinna slösuðu.

Að meðtöldum þeim sem létust í dag er tala látinna í tilraunum farenda til að koma sér yfir Ermarsundið og freista gæfunnar innan vébanda breska heimsveldisins komin í um það bil hálfan þriðja tug á árinu.

Fjöldinn sem kemst yfir sundið er þó ekki síður umtalsverður en þeir sem hverfa í hafið. Í gær sigldu 350 farendur yfir Ermarsund í vanbúnum bátum og telja bresk stjórnvöld 21.165 manns á flótta frá ömurlegum lífsskilyrðum hafa komist til landsins á árinu.

mbl.is