Sírenur óma í Ísrael

Ísrael/Palestína | 1. október 2024

Sírenur óma í Ísrael

Sírenur sem vara við yfirvofandi loftárás óma um Ísrael þessa stundina. Fulltrúar ísraelska hersins segja þær hljóma um mitt landið en tilgreindu ekki frekar staðsetningu þeirra. 

Sírenur óma í Ísrael

Ísrael/Palestína | 1. október 2024

Ísraelsher hefur haldið úti loftárásum á skotmörk í Líbanon síðustu …
Ísraelsher hefur haldið úti loftárásum á skotmörk í Líbanon síðustu vikur. Loftárásirnar beinast að Hisbollah-samtökunum en talið er að um 1.000 manns hafi verið drepnir í landinu á síðustu tveimur vikum. AFP/Ibrahim Amro

Sírenur sem vara við yfirvofandi loftárás óma um Ísrael þessa stundina. Fulltrúar ísraelska hersins segja þær hljóma um mitt landið en tilgreindu ekki frekar staðsetningu þeirra. 

Sírenur sem vara við yfirvofandi loftárás óma um Ísrael þessa stundina. Fulltrúar ísraelska hersins segja þær hljóma um mitt landið en tilgreindu ekki frekar staðsetningu þeirra. 

Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels er í viðræðum um yfirvofandi ógn frá Íran við Lloyd Austin varnrmálaráðherra Bandaríkjanna. 

Starfsmaður Hvíta hússins og nafnlaus heimildarmaður AFP-fréttastofunnar sagði yfirvöld í Íran undirbúa loftárás á Ísrael fyrr í dag. 

Ísrael hóf árás landgönguliða inn fyrir landamæri suðurhluta Líbanons í gærkvöldi. Ísraelski herinn hvatti íbúa á svæðum tengdum Hisbollah-samtökunum til að yfirgefa svæðið.  

Hisbollah-samtökin sögðust hafa skotið á Ísraelsher í ísraelska landamærabænum Metula í morgun.

Ísraelsher hefur haldið úti loftárásum á skotmörk í Líbanon síðustu vikur. Loftárásirnar beinast að samtökunum en talið er að um 1.000 manns hafi verið drepnir í landinu á síðustu tveimur vikum og hugsanlega hátt í milljón þurft að yfirgefa heimili sín. 

mbl.is