Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst hafa rætt við Ísraela um mögulega hefndarárás á olíuinnviði Írans. Verð á olíu hefur hækkað á alþjóðamörkuðum í kjölfar ummælanna.
Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst hafa rætt við Ísraela um mögulega hefndarárás á olíuinnviði Írans. Verð á olíu hefur hækkað á alþjóðamörkuðum í kjölfar ummælanna.
Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst hafa rætt við Ísraela um mögulega hefndarárás á olíuinnviði Írans. Verð á olíu hefur hækkað á alþjóðamörkuðum í kjölfar ummælanna.
Biden ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag og þegar hann var spurður hvort hann styddi að Ísraelar gerðu árás á olíuinnviði Írana sagði hann:
„Við erum að ræða það.”
Olíuverð hækkaði um fimm prósent í kjölfar ummælanna.
Íran skaut um 200 eldflaugum í átt að Ísrael á þriðjudag til þess að hefna fyrir drápið á Hassan Nasrallah, leiðtoga líbönsku Hisbollah-hryðjuverkasamtakanna.
Hækkun olíuverðs gæti haft neikvæð áhrif á Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata og varaforseta Bidens, í komandi forsetakosningum 5. nóvember.
Staða efnahagsmála, þá sérstaklega verðbólgan, er það mál sem er kjósendum efst í huga í komandi kosningum.
Biden kvaðst þó ekki búast við neinum aðgerðum frá Ísrael í dag. Spurður af blaðamanni hvort að hann myndi „leyfa“ Ísraelum að ráðast í árásir sagði hann:
„Í fyrsta lagi, við „leyfum ekki“ Ísrael, við ráðleggjum Ísrael. Og það er ekkert að gerast í dag,“ svaraði Biden.
Biden sagði í gær að hann væri ekki fylgjandi hugsanlegum loftárásum Ísraelsmanna á skotmörk þar sem Íranir stunda kjarnorkurannsóknir.