Íranir vara Ísraela við árásum á innviði

Ísrael/Palestína | 8. október 2024

Íranir vara Ísraela við árásum á innviði

Írarnir vöruðu í morgun Ísraela við því að ráðast á innviði landsins, en Ísraelsmenn hafa heitið hefndum eftir eldflaugaárás Írans 1. október.

Íranir vara Ísraela við árásum á innviði

Ísrael/Palestína | 8. október 2024

Utanríkisráðherra Írans varar Ísraela við.
Utanríkisráðherra Írans varar Ísraela við. AFP

Írarnir vöruðu í morgun Ísraela við því að ráðast á innviði landsins, en Ísraelsmenn hafa heitið hefndum eftir eldflaugaárás Írans 1. október.

Írarnir vöruðu í morgun Ísraela við því að ráðast á innviði landsins, en Ísraelsmenn hafa heitið hefndum eftir eldflaugaárás Írans 1. október.

Fyrr í morgun hófu Ísraelar einnig hernaðaraðgerðir gegn Hisbollah-hryðjuverkasamtökunum í suðvesturhluta Líbanons.

„Hver árás á innviði í Íran mun vekja enn sterkari viðbrögð,“ hefur ríkissjónvarpið eftir Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Írans.

Íran skaut um 200 eld­flaug­um í átt að Ísra­el til þess að hefna fyr­ir drápið á Hassan Nasrallah, leiðtoga Hisbollah. Ísraelsmenn hafa heitið því að svara fyrir eldflaugaárásina og segja að allir valmöguleikar séu til skoðunar.

„Yfir strikið“ að ráðast á kjarnorku- eða orkuinnviði

Hafa í því samhengi einna helst verið nefndir olíuinnviðir Írans sem og skot­mörk þar sem Íran­ir stunda kjarn­orku­rann­sókn­ir.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að hann styðji ekki árásir á kjarnorkuinnviði en að Bandaríkjamenn eigi í samræðum við Ísrael um árásir á olíuinnviði.

Rassul Sanairad, hershöfðingi í Íslamska byltingarverðinum, varaði Ísraela við því á sunnudag að þeir væru að fara „yfir strikið“ ef þeir gerðu árásir á kjarnorku- eða orkuinnviði.

Hefja hernað í suðvesturhluta Líbanons

Ísraelski herinn segist hafa gert markvissar árásir á Hisbollah í suðvesturhluta Líbanons og hefur því aukið landhernað niðri við strandlengju landsins eftir að hafa sent fleiri hermenn á vettvang.

„Í gær hóf 146. herdeildin takmarkaða, staðbundna og markvissa aðgerð gegn hryðjuverkasamtökunum Hisbollah og innviðum í suðvesturhluta Líbanons,“ sagði herinn í yfirlýsingu á Telegram-rás sinni.

mbl.is