Stjórnvöld kynntu í morgun 13 aðgerðir til að styrkja landamærin. Þær eru hluti af nýrri stefnu stjórnvalda sem er ætlað að takast á við aukna umferð farþega til landsins og draga úr skipulagðri brotastarfsemi sem virðir engin landamæri.
Stjórnvöld kynntu í morgun 13 aðgerðir til að styrkja landamærin. Þær eru hluti af nýrri stefnu stjórnvalda sem er ætlað að takast á við aukna umferð farþega til landsins og draga úr skipulagðri brotastarfsemi sem virðir engin landamæri.
Stjórnvöld kynntu í morgun 13 aðgerðir til að styrkja landamærin. Þær eru hluti af nýrri stefnu stjórnvalda sem er ætlað að takast á við aukna umferð farþega til landsins og draga úr skipulagðri brotastarfsemi sem virðir engin landamæri.
„Markmið stjórnvalda í málaflokknum byggja að miklu leyti á og eru í samræmi við markmið Schengen-samstarfsins og miða að því að tryggja örugga og skilvirka stjórnun landamæra, þar sem mannréttindi eru virt og greitt er fyrir lögmætri för yfir landamæri,“ segir í tilkynningu en aðgerðirnar, ásamt landsáætlun um samþætta landamærastjórnun, voru kynntar af dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi í morgun.
Áherslunum í nýrri landamærastefnu er skipt í þrjá meginflokka: öflug og skilvirk landamæri, sterk viðspyrna gegn skipulagðri brotastarfsemi og skilvirk og mannúðleg móttaka og brottflutningur útlendinga.
Til þess að ná meginmarkmiðum stjórnvalda í málefnum landamæra verður byggt á tilteknum áherslum sem eru nánar útfærðar í landsáætlun um samþætta landamærastjórnun og aðgerðaáætlun sem fylgir henni.
Á meðal aðgerðanna 13 sem Guðrún kynnti á fundinum er að vegna móttöku umsækjenda um vernd verði komið á fót greiningarmiðstöð við Keflavíkurflugvöll þar sem fólk dvelur í allt að sjö daga til bakgrunns- og heilsufarsskoðunar. Einnig stendur til að efla samvinnu lögreglu við brottflutning einstaklinga og setja upp brottfararúrræði fyrir þá sem hafa fengið synjun um vernd.
Meðal annars stendur einnig til að uppfæra allar landamærastöðvar með fullnægjandi innviðum, innleiða snjalllandamæri, efla greiningargetu lögreglu á landamærunum og styrkja samstarf lögreglu, Útlendingastofnunar og annarra til eftirlits með ólögmætri dvöl á vinnumarkaði og hraða brottflutningum hættulegra einstaklinga. Jafnframt verði settur upp andlitsgreiningarbúnaður á Keflavíkurflugvelli.
Fram kemur í tilkynningunni að stefna stjórnvalda í málefnum landamæra hafi fyrst verið gefin út árið 2019 og gilti hún til ársins 2023. Embætti ríkislögreglustjóra var falið að vinna að gerð nýrrar stefnu auk landsáætlunar og aðgerðaáætlunar sem byggja á stefnunni og regluverki Schengen-samstarfsins.
Settur var á laggirnar stýrihópur sem hafði yfirumsjón með verkefninu en landamæradeild ríkislögreglustjóra, sem er samhæfingaraðili í málefnum landamæra, gegndi hlutverki samræmingaraðila. Þátttakendur í vinnu við gerð stefnunnar og landsáætlunar komu frá embætti ríkislögreglustjóra, lögregluembættunum, Útlendingastofnun, Skattinum, Landhelgisgæslunni og dómsmálaráðuneyti.
Öflug og skilvirk landamæri
Sterk viðspyrna gegn skipulagðri brotastarfsemi
Skilvirk og mannúðleg móttaka og brottflutningur útlendinga