3.000 gengu fyrir frelsi Katalóníu

Konungshöllin í Brussel.
Konungshöllin í Brussel. mbl.is/GSH

„Frelsið er óstöðvandi: Ísland 1944, Litháen 1990, Svartfjallaland 2006, Kosovo 2008, Katalónía 201,“ stóð á skilti mótmælanda í kröfugöngu í Brüssel í dag. 2.900 manns tóku þátt í göngunni, til að krefjast sjálfstæðis Katalóníuhéraðs á Spáni.

Flestir þátttakendur í göngunni voru frá Katalóníu, en einnig voru þar fulltrúar frá sjálfstæðishreyfingum frá öðrum svæðum innan Evrópu, svo sem Baskalandi Spánar, Feneyjum, eynni Korsíku og Skotlandi. Á önnur skilti voru letruð slagorð eins og „Katalónía, næsta Evrópusambandsríkið“ og „Katalónía er ekki Spánn“.

Frelsishreyfing Katalóníu berst fyrir því að svæðið verði sérstakt ríki með landamæri frá Frakklandi til strandborgarinnar Valencia, og innihaldi borgina Barcelona. Gengið var frá lestarstöð í norðurhluta Brüssel að annarri lestarstöð í suðurhluta borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka