Svíþjóðardemókratar nýfasískur flokkur

Stefan Löfven
Stefan Löfven AFP

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir Svíþjóðardemókrata vera nýfasískan stjórnmálaflokk í grein í Dagens nyheter í dag.

Forsætisráðherrann segist ekki munu í framtíðinni taka þátt í stjórnarbandalagi sem færi flokknum aukin völd, því Svíþjóðardemókratarnir beri ábyrgð á stjórnarkreppunni og breyttu landslagi í sænskum stjórnmálum, sem hann hafi þungar áhyggjur af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka