Nóg pláss fyrir flóttamenn

Fredrik Reinfeldt
Fredrik Reinfeldt AFP

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar og frá­far­andi formaður hægri flokks­ins Modera­te, Fredrik Rein­feldt, tel­ur að það sé nægt pláss fyr­ir fleiri flótta­menn á Norður­lönd­un­um og hann úti­lok­ar að flokk­ur­inn fari í sam­starf með þjóðern­is­flokkn­um Svíþjóðardemó­kröt­um.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í viðtali við Rein­feldt í danska blaðinu Politiken um helg­ina. „Það er ekk­ert pláss fyr­ir Svíþjóðardemó­krata meðal borg­ara­flokk­anna í sænsk­um stjórn­mál­um,“ seg­ir Rein­feldt í viðtal­inu. 

Rein­feldt hafn­ar því að Sví­ar taki við fleiri flótta­mönn­um en landið ráði við og seg­ir að það sé ekki skort­ur á rými fyr­ir flótta­menn á Norður­lönd­un­um. Fólki sem er að flýja kúg­un og stríðsátök. Hann spyr hvað flokk­ar eins og Svíþjóðardemó­krat­ar eigi við þegar þeir segja nóg komið. Eru Norður­landa­bú­ar orðnir of marg­ir? Það búi um 25 millj­ón­ir manna á Norður­lönd­un­um þar sem enda­laust jarðnæði sé að finna. „Ég flýg oft yfir Svíþjóð og ég ráðlegg fleir­um að gera slíkt hið sama. Þar er að finna enda­lausa akra og skóg­lendi. Það er meira pláss þar en þú get­ur ímyndað þér. Þeir sem halda því fram að landið sé fullt ættu að sýna hvar það er,“ seg­ir Rein­feldt í viðtal­inu við Politiken.
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka