Leyniviðræður í Svíþjóð

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven AFP

Full­trú­ar stjórn­ar­flokk­ana á sænska þing­inu og stjórn­ar­andstaðan hafa hist á leyni­leg­um fund­um und­an­farið og rætt hvernig hægt sé að koma í veg fyr­ir stjórn­ar­kreppu í land­inu. Boðað hef­ur verið til þing­kosn­inga í mars þar sem minni­hluta­stjórn­inni, und­ir for­sæti Stef­ans Löf­vens, tókst ekki að koma fjár­laga­frum­varp­inu í gegn.

Greint var frá viðræðunum í sænsk­um fjöl­miðlum í morg­un en for­menn flokk­ana hafa ekki tekið þátt í þeim. Af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar sit­ur fjár­málaráðherra lands­ins, Magda­lena And­ers­son fund­ina og af hálfu borg­ara­flokk­anna eru það þeir sem hafa sér­hæft sig í efna­hags­mál­um sem taka þátt, að því er fram kem­ur á vef sænska rík­is­út­varps­ins.

Upp­lýs­inga­full­trúi for­sæt­is­ráðherra, Erik Nises, staðfest­ir við DN.se að viðræðurn­ar standi yfir og að einkum sé rætt um varn­ar­mál, ut­an­rík­is­stefnu ofl á fund­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert