Vinsældir þjóðernisflokksins Svíþjóðardemókratar aukast jafnt og þétt og samkvæmt nýrri könnun DN/Ipsos er flokkurinn með 17,8% fylgi. Flokkurinn hefur aldrei áður fengið jafn mikinn stuðning í könnun DN/Ipsos sem er birt einu sinni í mánuði.
David Ahlin, sem stýrir gerð skoðanakannana Ipsos, segir að allt frá kosningunum í september í fyrra hafi fylgi Svíþjóðardemókrata vaxið jafnt og þétt. Hann segir að hér skipti máli umræðan um flóttamenn og förufólk en flóttamenn hafa aldrei verið jafn margir í Evrópu frá því á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.
Líkt og í síðustu kosningum þá eru jafnaðarmenn stærsti flokkurinn en fylgi hans mælist nú 26,8% og Hægri flokkurinn (Moderaterna) nýtur stuðnings 23,8% kjósenda.