Segir af sér vegna plastbarkamálsins

Anders Hamsten.
Anders Hamsten. mynd/Wikipedia

Anders Hamsten, rektor Karólínsku stofnunarinnar í Svíþjóð, hefur sagt af sér vegna hneykslismáls sem tengist barkaígræðslu ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini, en hann framkvæmdi aðgerð þar sem plastbarki var græddur í mann.

Hamsten segir í grein í Dagens Nyheter að hann hafi tekið þessa ákvörðun þar sem trúverðugleiki hans hafi beðið hnekki. 

Macchiarini var á síðasta ári sýknaður af ásökunum samstarfsmanna á Karólínska sjúkrahúsinu um vísindalegt misferli, sem tengdist tilraunaaðgerðum hans þegar hann græddi gervibarka í þrjá sjúklinga. Greint var frá því á vef Háskóla Íslands.

Aðgerðin sem um ræðir vakti mikla athygli árið 2011 en í henni var plastbarki baðaður stofnfrumum græddur í Erítreumanninn Andemariam T. Beyene sem var á þeim tíma nemandi við Háskóla Íslands og glímdi við banvænt krabbamein í hálsi.

Hamsten er þeirra skoðunar að það verði að hefja nýja rannsókn á störfum Macchiarinis vegna vinnubragða hans, sem hafi verið óvönduð. Hamsten segir ennfremur að það hafi verið mistök að ráða hann.

Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands, var meðal þeirra sem komu að aðgerðinni og var meðhöfundur vísindagreinar um málið sem birtist í hinu virta tímariti Lancet.

Komu ekki að öðrum aðgerðum

Saksóknari rannsakar barkaíðgræðslu

Ásakanir þvers og kruss

Skar upp án leyfis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert