Reka rasista úr flokknum

Skjáskot af Inte Racist, men...
Tveir sænsk­ir stjórn­mála­menn hafa verið rekn­ir úr Sænska demó­krata­flokkn­um, sem hef­ur það meðal ann­ars á stefnu­skrá sinni að draga úr komu inn­flytj­enda, fyr­ir að birta mynd á Face­book af manni með fána sem á stend­ur: „Camp Auschwitz”.
Vef­ur sem berst gegn ras­isma, Inte Racist, Men…, birti í gær færsl­una sem er skrifuð af Monica Evert­son, sem ásamt eig­in­manni sín­um, Peter, eru full­trú­ar flokks­ins í bæn­um Säv­sjö í Smá­lönd­um. Fram kem­ur að maður­inn sem er með fán­ann hafi verið með þeim á tjald­stæði á 
Kuggnäs hátíðinni.
 
Henrik Vinge, sem fer með sam­skipti Svíþjóðardemó­krata, við fjöl­miðla seg­ir að hjón­in yrðu rek­in úr flokkn­um og búið væri að koma því á fram­færi.
Vef­ur­inn Inte Racist, Men birt­ir einnig um­mæli sem Monica Evert­son hef­ur látið falla á Face­book. Má þar nefna hún myndi ekki þola að vesk­inu henn­ar yrði stolið af negra. Allt verði svo miklu verri bland­ist negri inn í málið, bæt­ir ein­hver við um­mæl­in og Evert­son tek­ur heils­hug­ar und­ir það.
Skjá­skot af Face­book.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert