Reka rasista úr flokknum

Skjáskot af Inte Racist, men...
Tveir sænskir stjórnmálamenn hafa verið reknir úr Sænska demókrataflokknum, sem hefur það meðal annars á stefnuskrá sinni að draga úr komu innflytjenda, fyrir að birta mynd á Facebook af manni með fána sem á stendur: „Camp Auschwitz”.
Vefur sem berst gegn rasisma, Inte Racist, Men…, birti í gær færsluna sem er skrifuð af Monica Evertson, sem ásamt eiginmanni sínum, Peter, eru fulltrúar flokksins í bænum Sävsjö í Smálöndum. Fram kemur að maðurinn sem er með fánann hafi verið með þeim á tjaldstæði á 
Kuggnäs hátíðinni.
 
Henrik Vinge, sem fer með samskipti Svíþjóðardemókrata, við fjölmiðla segir að hjónin yrðu rekin úr flokknum og búið væri að koma því á framfæri.
Vefurinn Inte Racist, Men birtir einnig ummæli sem Monica Evertson hefur látið falla á Facebook. Má þar nefna hún myndi ekki þola að veskinu hennar yrði stolið af negra. Allt verði svo miklu verri blandist negri inn í málið, bætir einhver við ummælin og Evertson tekur heilshugar undir það.
Skjáskot af Facebook.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert