Fimmta manneskjan látin í London

Westminster-brúin í London.
Westminster-brúin í London. AFP

Ein mann­eskja til viðbót­ar er lát­in eft­ir árás­ina sem var gerð við þing­húsið í London í gær. Um er að ræða 75 ára gaml­an mann.

Þar með hafa fimm lát­ist eft­ir árás­ina, þar á meðal árás­armaður­inn sjálf­ur og lög­reglumaður­inn sem hann stakk til bana. 

Árás­armaður­inn sem var skot­inn til bana í gær, Khalid Mashood, er sagður hafa kallað sig ensku­kenn­ara.

Breska mennta­málaráðuneytið hef­ur kom­ist að því að hann starfaði aldrei sem kenn­ari í ensk­um rík­is­skól­um.

At­hugað hef­ur verið hvort hann hafi verið með kenn­ara­gráðu, auk þess sem líf­eyr­is­mál hans hafa verið könnuð og eng­in gögn hafa fund­ist sem styðja við full­yrðingu hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert