Ein manneskja til viðbótar er látin eftir árásina sem var gerð við þinghúsið í London í gær. Um er að ræða 75 ára gamlan mann.
Þar með hafa fimm látist eftir árásina, þar á meðal árásarmaðurinn sjálfur og lögreglumaðurinn sem hann stakk til bana.
A 75-year-old man has become the fifth person to die following the attacks in Westminster, Metropolitan Police say https://t.co/PYlYA8uCe5
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 23, 2017
Árásarmaðurinn sem var skotinn til bana í gær, Khalid Mashood, er sagður hafa kallað sig enskukennara.
Breska menntamálaráðuneytið hefur komist að því að hann starfaði aldrei sem kennari í enskum ríkisskólum.
Athugað hefur verið hvort hann hafi verið með kennaragráðu, auk þess sem lífeyrismál hans hafa verið könnuð og engin gögn hafa fundist sem styðja við fullyrðingu hans.