Fimmta manneskjan látin í London

Westminster-brúin í London.
Westminster-brúin í London. AFP

Ein manneskja til viðbótar er látin eftir árásina sem var gerð við þinghúsið í London í gær. Um er að ræða 75 ára gamlan mann.

Þar með hafa fimm látist eftir árásina, þar á meðal árásarmaðurinn sjálfur og lögreglumaðurinn sem hann stakk til bana. 

Árásarmaðurinn sem var skotinn til bana í gær, Khalid Mashood, er sagður hafa kallað sig enskukennara.

Breska menntamálaráðuneytið hefur komist að því að hann starfaði aldrei sem kennari í enskum ríkisskólum.

Athugað hefur verið hvort hann hafi verið með kennaragráðu, auk þess sem lífeyrismál hans hafa verið könnuð og engin gögn hafa fundist sem styðja við fullyrðingu hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert