Fjórtán milljónir hafa safnast

Blómsveigar voru lagðir á gangstéttina þar sem Keith Palmer var …
Blómsveigar voru lagðir á gangstéttina þar sem Keith Palmer var stunginn til bana. AFP

Fjór­tán millj­ón­ir króna hafa safn­ast handa fjöl­skyldu lög­reglu­manns­ins sem var stung­inn til bana í hryðju­verka­árás­inni í London í gær.

Breska lög­regl­an stend­ur á bak við söfn­un­ina fyr­ir fjöl­skyld­una. Lög­reglumaður­inn hét Keith Pal­mer og var 48 ára. Hann læt­ur eft­ir sig eig­in­konu og börn. Hann vann við ör­ygg­is­gæslu við þing­húsið.

Keith Palmer.
Keith Pal­mer. AFP

Inn­an við sóla­hring eft­ir að hann var stung­inn hafði lög­regl­unni tek­ist að safna 50% af þeim 28 millj­ón­um króna sem mark­miðið var að safna á fjár­öfl­un­ar­síðunni Just­Gi­ving, að því er BBC greindi frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert