Fundu grunsamlegan pakka

Lögreglumaður heldur á blómvendi í London.
Lögreglumaður heldur á blómvendi í London. AFP

Grun­sam­leg­ur pakki fannst við gatna­mót Hor­se Guards Para­de og Bir­dca­ge Walk í West­minster í London í kvöld. 

Skammt frá gatna­mót­un­um er Down­ingstræti þar sem bú­staður breska for­sæt­is­ráðherr­ans er til húsa.

Lög­regl­an hef­ur gert lítið úr at­vik­inu en heim­ild­ir Sky herma að pakk­inn hafi verið sprengd­ur upp.

Mikið viðbúnaðarstig er í London eft­ir árás­ina sem var gerð í gær þar sem fimm létu lífið og tug­ir særðust.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert