Þær átta manneskjur sem voru handteknar eftir árásina fyrir utan breska þinghúsið í gær eru rannsakaðar „vegna gruns um að undirbúa hryðjuverkaárás“, að sögn bresku lögreglunnar.
Lögreglan greindi einnig frá því að fimm manns væru í mikilli lífshættu og tveir til viðbótar hefðu hlotið lífshættuleg meiðsl eftir að árásarmaðurinn ók á gangandi vegfarendur áður en hann stakk lögreglumann til bana.
Fimm karlmenn og tvær konur eru á meðal þeirra átta sem voru handteknir á þremur stöðum í miðborg Birmingham og í London.
Einnig var gerð húsleit í Wales en enginn var handtekinn.
Að sögn lögreglunnar halda rannsóknarlögreglumenn áfram leit sinni að grunuðum vitorðsmönnum árásarmannsins.