Fjölmargir mættu á minningarstund á Trafalgar-torgi í kvöld vegna árásarinnar við þinghúsið í London í gær, þar sem fimm létust og tugir slösuðust. „Íbúar London munu aldrei láta hryðjuverk buga sig,“ sagði Sadiq Khan, borgarstjóri London.
Hann sagði ódæðið snerta allan heiminn en á meðal látinna og fórnarlamba voru bandarískir og franskir ríkisborgarar. Eftir nokkur orð tendraði Kahn á kerti líkt og innanríkisráðherrann Amber Rudd og Craig Mackey, starfandi lögreglustjóri. Þau stóðu öll þrjú fyrir framan mannfjöldann.
VIDEO: @MayorofLondon Sadiq Khan: "Our response...shows the world what it means to be a Londoner." #TrafalgarSquare #WestminsterAttack pic.twitter.com/u5v6w0NgKM
— Nick Beake (@Beaking_News) March 23, 2017
Fólk kveikti á kertum og lagði blómsveig á torgið. Skilaboðin „hatrið mun ekki aðskilja okkur“ var ritað á jörðina. Mínútuþögn var til minningar um fórnarlömbin.