Var að fagna brúðkaupsafmæli

Kurt og Melissa voru í London til að fagna 25 …
Kurt og Melissa voru í London til að fagna 25 ára brúðkaupsafmæli sínu.

Þriðja fórnarlamb árásarmannsins í London sem nafngreint er var Bandaríkjamaðurinn Kurt Cochran. Hann var að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmæli sitt í borginni ásamt eiginkonu sinni, Melissu. 

Cochran var frá Utah í Bandaríkjunum. Hann var á sextugsaldri.

Hjónin höfðu verið á ferðalagi um Evrópu og ætluðu að snúa aftur til Bandaríkjanna í dag. 

Tveir aðrir létust í árás mannsins. 

Lögreglumaðurinn Keith Palmer og kennarinn Aysha Frade létust í árásinni …
Lögreglumaðurinn Keith Palmer og kennarinn Aysha Frade létust í árásinni í London í gær.

Lög­reglumaður­inn sem var stung­inn til bana hét Keith Pal­mer og var 48 ára. Hann átti eig­in­konu og börn. Hann vann við ör­ygg­is­gæslu við þing­húsið. Hann hafði verið lög­reglumaður í fimmtán ár. 

Áður fyrr gegndi hann herþjón­ustu og um tíma við hlið James Clever­ly sem er nú þingmaður á breska þing­inu. Clever­ly skrifaði á Twitter um vin sinn: „Elsku­leg­ur maður, vin­ur. Ég er harmi lost­inn.“

Kona lést líkt og Cochran á brúnni. Hún hét Aysha Fra­de og var 43 ára. Hún var bresk­ur rík­is­borg­ari en fædd­ á Spáni. Hún kenndi spænsku í skóla í London.

Fljót­lega eft­ir að árás­in var gerð sagði lækn­ir­inn Co­leen And­er­son, sem stödd var á brúnni, að hún hefði úr­sk­urðað konu látna á vett­vangi.

„Hún lá und­ir hjól­um stræt­is­vagns,“ sagði And­er­son. Ekki er ljóst hvernig dauða kon­unn­ar bar ná­kvæm­lega að en mikið öngþveiti skapaðist á brúnni er árás­armaður­inn ók bíl sín­um þar um á mik­illi ferð.

Frétt Sky um þriðja fórnarlambið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert