Tveir menn enn í varðhaldi

Lögreglan að störfum vegna málsins í norðvesturhluta Englands.
Lögreglan að störfum vegna málsins í norðvesturhluta Englands. AFP

Sjö af þeim ell­efu mann­eskj­um sem voru hand­tekn­ar eft­ir árás­ina í West­minster í London hef­ur verið sleppt úr haldi lög­reglu án þess að til frek­ari aðgerða verður gripið gegn þeim.

Tveir menn eru enn varðhaldi, auk þess sem tveim­ur kon­um hef­ur verið sleppt úr haldi gegn trygg­ingu, sam­kvæmt frétt BBC.

Lög­regl­an reyn­ir hvað hún get­ur til að finna út hvort Khalid Masood hafi verið einn að verki þegar hann framdi verknaðinn.

Khalid Masood.
Khalid Masood. AFP

Stjórn­völd í Saudi-Ar­ab­íu hafa staðfest að Masood hafi starfað í land­inu sem ensku­kenn­ari á tveim­ur mis­mun­andi tíma­bil­um frá 2005 til 2009.

Fimm lét­ust í árás­inni, þar á meðal Masood og lög­reglumaður sem hann stakk. Fimm­tíu særðust að auki.  

Lög­regl­an ætl­ar að beina sjón­um sín­um að því hvað fékk Masood til þess að fremja árás­ina, und­ir­bún­ingi hans og hvort ein­hverj­ir hafi starfað með hon­um.

Þeir sem eru enn í haldi eru 27 ára og 58 ára karl­menn frá Bir­ming­ham.

Önnur kvenn­anna sem var sleppt laus­um gegn trygg­ingu var hand­tek­in í Manchester og er hún 32 ára. Hin kon­an er 39 ára og er hún frá aust­ur­hluta London.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert