„Þið gerðuð ykkar besta“

Lögreglumaður leggur blóm við þinghúsið þar sem Palmer var minnst.
Lögreglumaður leggur blóm við þinghúsið þar sem Palmer var minnst. AFP

Fjöl­skylda lög­reglu­manns­ins Keith Pal­mer, sem var myrt­ur í West­minster-hryðju­verka­árás­inni í Lund­ún­um á miðviku­dag­inn, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem öll­um sem hjálpuðu á vett­vangi er þakkað. „Það er ekk­ert meira sem þið gátuð gert,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Fjöl­marg­ir veg­far­end­ur, til að mynda bresk­ur þingmaður og boxþjálf­ari, reyndu að bjarga lífi hins 48 ára gamla Pal­mer eft­ir að hann var stung­inn af Khalid Masood fyr­ir fram­an breska þing­húsið.

Frétt Sky News.

„Við höf­um verið gagn­tek­in af ást­inni og stuðningn­um sem fjöl­skyld­an hef­ur hlotið og sér­stak­lega ást­inni og virðing­unni sem fólk bar fyr­ir Keith,“ sagði í til­kynn­ing­unni.

„Við vilj­um þakka öll­um sem hafa haft sam­band síðustu daga fyr­ir góðmennsku þeirra og ör­læti.“

Þá seg­ir fjöl­skyld­an jafn­framt að lög­regl­an hafi sýnt henni gríðarleg­an stuðning á þess­um erfiðu tím­um. „Það fékk okk­ur til þess að skilja hvaða sterku, um­hyggju­sömu og stuðnings­ríku fjöl­skyldu Keith átti inn­an lög­regl­unn­ar. Við get­um ekki þakkað þeim nóg.“

Fjöl­skyld­an sendi líka þakk­ir til þeirra sem voru með lög­reglu­mann­in­um hans síðustu stund­ir og þeirra sem unnu með hon­um þann dag­inn. „Það var ekk­ert meira sem þið gátu gert. Þið gerðuð ykk­ar besta og við erum bara þakk­lát að hann var ekki einn. Við sökn­um hans svo mikið en við erum einnig ótrú­lega stolt af Keith.“

Þingmaður­inn Tobi­as Ellwood var meðal þeirra sem reyndu að hjálpa Pal­mer eft­ir að hann var skot­inn. Ellwood, sem er einnig und­ir­ráðherra í ut­an­rík­is­ráðuneyti Eng­lands, var myndaður á vett­vangi með blóð á and­liti sínu og föt­um eft­ir að hann reyndi að end­ur­lífga Pal­mer.

„Það krem­ur hjartað í mér að ég gat ekki gert meira fyr­ir Keith Pal­mer sem fórnaði lífi sínu við það að verja okk­ur gegn hryðju­verk­um og við að vernda lýðræðið,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu Ellwood. „Ég lék lítið hlut­verk þenn­an dag, að gera það sem mér var kennt að gera.“

Keith Palmer.
Keith Pal­mer. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert