Ekkja Masood segist miður sín

Fjölda blóma hefur verið komið fyrir við þinghúsið til að …
Fjölda blóma hefur verið komið fyrir við þinghúsið til að minnast fórnarlambanna. AFP

Ekkja hryðju­verka­manns­ins Khalid Masood, sem myrti fjór­ar mann­eskj­ur við breska þing­húsið í West­minster í síðustu viku, seg­ist vera miður sín vegna harm­leiks­ins og for­dæm­ir gjörðir eig­in­manns síns.

Yf­ir­lýs­ing kon­unn­ar, Rohey Hyd­ara, kem­ur í kjöl­far um­mæla móður Masood, sem sagðist hafa grátið mörg­um tár­um fyr­ir fórn­ar­lömb son­ar síns.

Í yf­ir­lýs­ing­unni, sem birt er með hjálp lög­reglu­yf­ir­valda, seg­ir Hyd­ara:

„Ég er miður mín og harma það sem Khalid hef­ur gert. Ég for­dæmi gjörðir hans al­gjör­lega. Ég votta samúð mína fjöl­skyld­um þeirra fórn­ar­lamba sem lát­ist hafa og óska þess að all­ir hinir særðu fái skjót­an bata.

Þá vil ég biðja um næði fyr­ir fjöl­skyldu okk­ar, einkum börn­in, á þess­um erfiða tíma.“

Lög­regl­an til­kynnti í gær að Masood hefði haft aug­ljós­an áhuga á ji­had, þ.e. heil­ögu stríði íslamstrú­ar, og að aðferðir hans hafi verið í sam­ræmi við orðræðu leiðtoga Rík­is íslams.

Eng­ar sann­an­ir væru þá fyr­ir því að Masood hefði rætt áætlan­ir um árás­ina við þá sem nærri hon­um stóðu.

Um­fjöll­un Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert