Niðurstaða Nordin hefur verið harðlega gagnrýnd, sérstaklega þegar ljóst var að tveir þeirra sem ábyrgðust Macchiarini hafi brotið gegn betri vitund og að þeir hafi verið hluti af starfshópi Macchiarini og því hlutdrægir.
Í gær greindi Karin Lundström Kron héraðssaksóknari frá því að málið verði allt endurskoðað áður en ákvörðun verður tekin um hvort ákært verði að nýju eða ekki.
Sænsk siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini og meðhöfundar hans að vísindagreinum um plastbarkaígræðslur hefðu gerst sekir um misferli við greinaskrifin. Íslensku læknarnir Tómas Guðbjartsson, starfsmaður Landspítala og Háskóla Íslands, og Óskar Einarssonar, starfsmaður Landspítala, voru meðhöfundar greinar sem fjallaði um rannsóknina á ATB.
<span>Í síðasta mánuði voru birtar niðurstöður óháðrar rannsóknarnefndar Háskóla Íslands og Landspítala um plastbarkamálið. Í nefndinni sátu Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður í Kanada, og María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum í Noregi.</span>
Þar kom fram að Erítreumaðurinn Andemariam Teklesenbet Beyene fékk þær röngu upplýsingar að plastbarkaaðgerð væri eina læknandi meðferðin í boði er hann glímdi við krabbamein.
Nefndin rannsakaði mál áðurnefnds Beyene, sem var sendur frá Íslandi til Svíþjóðar til meðferðar í júní 2011. Var þar græddur í hann plastbarki á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu. Hann lést í janúarmánuði árið 2014.
Aðgerðin var gerð af ítalska lækninum Paolo Macchiarini. Hann græddi plastbarka í alls átta sjúklinga, þrjá í Svíþjóð og fimm í Rússlandi. Af þessum átta eru sjö látnir, að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins um skýrsluna á sínum tíma.
Meðal helstu spurninga sem íslenska nefndin leitaðist við að svara var hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við plastbarkaígræðsluna hefðu verið í samræmi við lög, reglur og verkferla og gæðakröfur í heilbrigðisþjónustu.
Vísað er til samskipta Macchiarini og Tómasar fyrir aðgerðina. Rifjað er upp að Tómas hafi skrifað „Sjúkratryggingum Íslands umsókn, þar sem möguleika um barkaígræði er getið. Þá breytti Tómas lýsingu sinni og mati á sjúkrasögu Bayene í tilvísun sinni til Karolinska sjúkrahússins að ósk Macchiarinis, í þeirri trú að tilgangurinn væri að afla samþykkis siðanefndar fyrir aðgerðinni,“ segir m.a. í niðurstöðum.
</div>