Fórnarlamba minnst í Frakklandi

Konur á leið til kirkjunnar.
Konur á leið til kirkjunnar. AFP

Messa til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Trébes fer nú fram í kirkjunni Saint Etienne í franska bænum.

Lögreglumaðurinn Arnaud Beltrame, 44 ára, var skotinn og stunginn til bana í árásinni eftir að hann bauð sjálfan sig í skiptum fyrir einn gíslanna sem voru í haldi hryðjuverkamanns.

Hryðjuverkamaðurinn hafði notað konu sem mannlegan skjöld þegar Beltrame kom í stað hennar.

Sextán særðust í árásinni, þar af tveir alvarlega.

Syrgjendur á leið til Saint Etienne-kirkjunnar í Trebes í morgun.
Syrgjendur á leið til Saint Etienne-kirkjunnar í Trebes í morgun. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert