Hundruð fylgdu hetjunni til grafar

Hundruð komu saman í París í dag og vottuðu lögreglumanninum Arnaud Beltrame virðingu sína í dag þegar hann var borinn til grafar í París. 

Arnaud Beltrame.
Arnaud Beltrame. Ljósmynd/Innanríkisráðuneyti Frakklands

Beltrame, sem var 45 ára, er meðal þeirra sem lést í skotárás og gíslatöku þegar 26 ára Frakki af mar­okkósk­um upp­runa réðst inn í mat­vöru­versl­un síðastliðinn föstudag og hrópaði slag­orð Rík­is íslam áður en hann hóf að skjóta á starfs­fólk og viðskipta­vini.

Beltrame hef­ur verið hyllt­ur sem hetja, en hann var skot­inn og stung­inn til bana eft­ir að hafa boðið sjálf­an sig fram í skipt­um fyr­ir konu sem árás­armaður­inn notaði sem mann­leg­an skjöld.

Keyrt var með kistu Beltrame í gegnum Parísarborg og fylgdu hundruð manna kistunni eftir og komu að því loknu saman í opinberri minningarathöfn þar sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpaði samkomuna. 

„Að vera viljugur til að deyja svo saklaust fólk geti haldið áfram að lifa, það sýnir hjartagæsku hans,“ sagði Macron meðal annars. 

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fylgdi Arnaud Beltrame til grafar í …
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fylgdi Arnaud Beltrame til grafar í dag. AFP
Beltrame er minnst víða um heim. Lögreglumenn í Rotterdam komu …
Beltrame er minnst víða um heim. Lögreglumenn í Rotterdam komu saman fyrir utan lögreglustöð þar í borg í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert