Hundruð komu saman í París í dag og vottuðu lögreglumanninum Arnaud Beltrame virðingu sína í dag þegar hann var borinn til grafar í París.
Beltrame, sem var 45 ára, er meðal þeirra sem lést í skotárás og gíslatöku þegar 26 ára Frakki af marokkóskum uppruna réðst inn í matvöruverslun síðastliðinn föstudag og hrópaði slagorð Ríkis íslam áður en hann hóf að skjóta á starfsfólk og viðskiptavini.
Beltrame hefur verið hylltur sem hetja, en hann var skotinn og stunginn til bana eftir að hafa boðið sjálfan sig fram í skiptum fyrir konu sem árásarmaðurinn notaði sem mannlegan skjöld.
Keyrt var með kistu Beltrame í gegnum Parísarborg og fylgdu hundruð manna kistunni eftir og komu að því loknu saman í opinberri minningarathöfn þar sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpaði samkomuna.
„Að vera viljugur til að deyja svo saklaust fólk geti haldið áfram að lifa, það sýnir hjartagæsku hans,“ sagði Macron meðal annars.