Harka hlaupin í deilu Bandaríkjanna og Kína

Bandarískt vín er á meðal þeirra vöruflokka sem Kínverjar hafa …
Bandarískt vín er á meðal þeirra vöruflokka sem Kínverjar hafa nú lagt 25% innflutningstoll á. Tollastríð virðist í uppsiglingu á milli ríkjanna tveggja. AFP

Banda­rísk yf­ir­völd til­kynntu í gær­kvöldi að áformað væri að leggja inn­flutn­ing­stolla á yfir 1.300 kín­versk­ar vör­ur og vöru­flokka, meðal ann­ars sjón­vörp, lækn­inga­tæki, flug­véla­vara­hluti og raf­hlöður. Í dag hafa Kín­verj­ar svo svarað, en stjórn­völd í Pek­ing til­kynntu í morg­un að 25% inn­flutn­ing­stoll­ar yrðu lagðir á 106 vöru­flokka frá Banda­ríkj­un­um inn­an skamms.

Viðskipti með þessa 106 vöru­flokka frá Banda­ríkj­un­um til Kína nema um 50 millj­örðum banda­ríkja­dala á ári, eða um 5.000 millj­örðum ís­lenskra króna. Viðskipt­in með vöru­flokk­ana 1.300 frá Kína sem Banda­ríkja­menn hyggj­ast leggja inn­flutn­ingtolla á nema um það bil sömu upp­hæð á árs­grund­velli og því má segja að þarna sé um beint svar kín­verskra stjórn­valda að ræða.

Hluta­bréfa­markaðir í Evr­ópu hafa lækkað vegna þess­ara tíðinda, en sam­kvæmt frétt BBC kom það kom mörg­um á óvart hve fljótt kín­versk stjórn­völd brugðust við.

Sam­kvæmt frétt New York Times eru þær banda­rísku vör­ur sem Kín­verj­ar hyggj­ast nú leggja tolla á aðallega vör­ur sem koma frá ríkj­um þar sem Re­públi­kana­flokk­ur­inn hef­ur ítök. Þykir það benda til þess að stjórn­völd í Pek­ing von­ist til þess að stjórn­mála­menn í ríkj­un­um reyni að fá Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta til að falla frá efna­hagsaðgerðum sín­um gegn Kína.

Stjórn­völd í Washingt­on segja að aðgerðir þeirra séu hugsaðar til þess að refsa Kín­verj­um fyr­ir viðskipta­hætti þeirra, en Banda­ríkja­menn hafa gagn­rýnt hug­verkaþjófnað, fram­leiðslu á eft­ir­lík­ing­um og ósann­gjarn­ar íviln­an­ir stjórn­valda, sem hafi nei­kvæðar af­leiðing­ar á banda­rísk fyr­ir­tæki sem eru í sam­keppni við kín­versk fram­leiðslu­fyr­ir­tæki.

Þess­ar nýj­ustu fyr­ir­ætlan­ir ríkj­anna tveggja eru til marks um að auk­in harka sé að fær­ast í viðskipta­deil­una þeirra á milli. Viðskipta­verðmæti þeirra vöru­flokka sem rík­in hafa nú til­kynnt að toll­ar verði lagðir á er sam­an­lagt um 100 millj­arðar banda­ríkja­dala á árs­grund­velli.

Áður höfðu vernd­artoll­ar Banda­ríkja­manna á ál og stál verið lagðir á inn­flutn­ing að verðmæti 20 millj­óna banda­ríkja­dala. Svar Kín­verja við þeim toll­um var svo að leggja tolla á vör­ur og vöru­flokka sem flutt­ir eru inn til Kína frá Banda­ríkj­un­um fyr­ir 3 millj­arða banda­ríkja­dala ár­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert