Framselja ekki Puigdemont

Carles Puigdemont var í dag látinn laus gegn tryggingu.
Carles Puigdemont var í dag látinn laus gegn tryggingu. AFP

Dóm­stóll í Þýskalandi hafnaði því í dag að „upp­reisn“ væri viðeig­andi ástæða til að fram­selja Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seta Katalón­íu­héraðs, til Spán­ar.

BBC seg­ir dóm­stól­inn í Slés­vík-Hol­stein hafa fyr­ir­skipað að Puig­demont skyldi lát­inn laus gegn greiðslu trygg­ing­ar. Seg­ir dóm­stóll­inn Puig­demont hins veg­ar enn eiga yfir höfði sér ákæru vegna spill­ing­ar og þar með hafi mögu­legu framsali hans til Spán­ar aðeins verið frestað, en það ekki úti­lokað.

Puig­demont er eft­ir­lýst­ur á Spáni fyr­ir upp­reisn og fyr­ir að hvetja til upp­reisn­ar og gáfu spænsk yf­ir­völd út evr­ópska hand­töku­skip­un á hend­ur hon­um er hann var stadd­ur í Finn­landi í síðasta mánuði. Hann var síðan hand­tek­inn við landa­mær­in að Dan­mörku þegar hann var að reyna að kom­ast aft­ur til Belg­íu, þar sem hann hef­ur verið í sjálf­skipaðri út­legð frá því katalónska þingið lýsti ein­hliða yfir sjálf­stæði frá Spáni í októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert