Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt blaðamanninn Kim Wall, hefur áfrýjað lengd dómsins.
Hann hefur ekki áfrýjað úrskurðinum um að hann sé sekur. Simon Gosvig, talsmaður embættis saksóknara í Danmörku greindi frá þessu.
Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi 25. apríl fyrir að hafa myrt hina þrítugu Wall, bútað lík hennar í sundur og hent líkamshlutunum í sjóinn í ágúst í fyrra.
Madsen játaði að hafa sett líkamshlutana í plastpoka og kastað í sjóinn en hélt því fram að hún hefði dáið af slysförum.