Torra kjörinn með 66 atkvæðum gegn 65

Quim Torra er nýr forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar.
Quim Torra er nýr forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar. AFP

Katalónska þingið hef­ur kosið aðskilnaðarsinn­ann Quim Torra sem for­seta katalónsku héraðsstjórn­ar­inn­ar. Torra var einn í kjöri, en ákveðið var að kjósa um nýj­an for­seta á þing­inu í gær. BBC grein­ir frá.

Kjör Torra gæti ekki hafa staðið tæp­ara, en hann hlaut 66 at­kvæði gegn 65. Komið hafði verið í veg fyr­ir kosn­ing­una í fimm mánuði og enn er ekki ljóst hvenær Spánn mun veita héraðinu sjálfs­stjórn að nýju.

For­sæt­is­ráðherra Spán­ar, Mariano Rajoy, hef­ur samþykkt að hefja viðræður við Torra. Torra hef­ur lofað því að halda sjálf­stæðis­bar­áttu Katalón­íu áfram.

Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seti katalónsku héraðsstjórn­ar­inn­ar, sem nú er í sjálfs­skipaðri út­legð eft­ir að hand­töku­skip­un á hend­ur hon­um var gef­in út vegna ólög­legra kosn­inga um sjálf­stæði Katalón­íu, sendi frá sér mynd­skeið í síðustu viku þar sem hann til­nefndi Torra til for­seta.

Carles Puigdemont.
Car­les Puig­demont. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert