Afturkalla beiðni um framsal Puigdemonts

00:00
00:00

Hæstirétt­ur Spán­ar hef­ur fallið frá framsals­beiðni sem gef­in var út gegn Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seta Katalón­íu­héraðs, og fimm aðstoðarmönn­um hans. Puig­demont og aðstoðar­menn­irn­ir dvelja all­ir er­lend­is.

Þýsk­ur dóm­stóll úr­sk­urðaði fyrr í mánuðinum að ekki mætti fram­selja Puig­demont á grund­velli upp­reisn­ar­ákæru, vegna sjálf­stæðis­kosn­ing­ar Katalón­íu sem haldn­ar voru á síðasta ári. Dóm­stóll­inn samþykkti hins veg­ar að fram­selja mætti Puig­demont vegna mun væg­ari ákæru um mis­notk­un­ á al­manna­fé.

Pablo Llar­ena, einn æðsti dóm­ari Spán­ar, seg­ir þýska dóm­stól­inn með þessu sýna „skort á ábyrgð“ vegna máls­ins og að hann brjóti þar gegn framsals­beiðninni. Sagði Llar­ena dóm­stól­inn grafa und­an valdi hæsta­rétt­ar Spán­ar með úr­sk­urði sín­um. 

BBC seg­ir ákær­ur í garð Puig­demont og aðstoðarmann­anna fimm þó ekki hafa verið felld­ar niður og að þeir eigi enn á hættu að vera fang­elsaðir snúi þeir aft­ur til Spán­ar.

Carles Puigdemont. Framsalsbeiðnin hefur verið afturkölluð.
Car­les Puig­demont. Framsals­beiðnin hef­ur verið aft­ur­kölluð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert