Afturkalla beiðni um framsal Puigdemonts

Hæstiréttur Spánar hefur fallið frá framsalsbeiðni sem gefin var út gegn Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs, og fimm aðstoðarmönnum hans. Puigdemont og aðstoðarmennirnir dvelja allir erlendis.

Þýskur dómstóll úrskurðaði fyrr í mánuðinum að ekki mætti framselja Puigdemont á grundvelli uppreisnarákæru, vegna sjálfstæðiskosningar Katalóníu sem haldnar voru á síðasta ári. Dómstóllinn samþykkti hins vegar að fram­selja mætti Puig­demont vegna mun vægari ákæru um mis­notk­un­ á al­manna­fé.

Pablo Llarena, einn æðsti dómari Spánar, segir þýska dómstólinn með þessu sýna „skort á ábyrgð“ vegna málsins og að hann brjóti þar gegn framsalsbeiðninni. Sagði Llarena dómstólinn grafa undan valdi hæstaréttar Spánar með úrskurði sínum. 

BBC segir ákærur í garð Puigdemont og aðstoðarmannanna fimm þó ekki hafa verið felldar niður og að þeir eigi enn á hættu að vera fangelsaðir snúi þeir aftur til Spánar.

Carles Puigdemont. Framsalsbeiðnin hefur verið afturkölluð.
Carles Puigdemont. Framsalsbeiðnin hefur verið afturkölluð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert