200 milljarða dala tollar

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Banda­rík­in ætla að leggja nýja inn­flutn­ing­stolla á kín­versk­ar vör­ur, að and­virði um 200 millj­arða dala.

Toll­arn­ir verða lagðir á yfir fimm þúsund vör­ur, þar á meðal hand­tösk­ur, hrís­grjón og tex­tíl­vör­ur, að því er BBC greindi frá. Þetta eru mestu inn­flutn­ing­stoll­ar Banda­ríkj­anna til þessa á kín­versk­ar vör­ur. 

Bú­ist var við því að snjallúr yrðu einnig á list­an­um en svo reynd­ist ekki vera.

Kín­verj­ar höfðu hótað því að hefna sín ef Banda­rík­in legðu fleiri tolla á vör­urn­ar þeirra.

Toll­arn­ir taka gildi frá og með 24. sept­em­ber. Byrjað verður á 10 pró­sent­um, sem eykst í 25% í byrj­un næsta árs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert