Kavanaugh og Ford bera vitni

Brett Kavanaugh.
Brett Kavanaugh. AFP

Dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta í Hæstarétti, Brett Kavanaugh, og konan sem hefur sakað hann um kynferðislegt ofbeldi þegar þau voru á táningsaldri munu bera vitni á mánudaginn eftir viku fyrir framan dómaranefnd bandarísku öldungadeildarinnar.

Öldungadeildarþingmaðurinn Chuck Grassley frestaði atkvæðagreiðslu um tilnefningu Kavanaugh, sem átti að fara fram síðar í þessari viku, eftir að háskólaprófessorinn Christine Blasey Ford steig fram og sakaði hann um ofbeldið.

„Sá sem stígur svona fram, eins og dr. Ford hefur gert, á það skilið að hlustað verði á hann,“ sagði Grassley í yfirlýsingu sinni.

„Til að halda uppi gagnsæi verður opinber skýrslutaka á mánudaginn til að hægt verði að hlýða á þessar ásakanir.“

Chuck Grassley.
Chuck Grassley. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert