„Ég er dauðhrædd“

Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Brett Kavanaugh um kynferðislega …
Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Brett Kavanaugh um kynferðislega misnotkun í samkvæmi fyrir 36 árum, ber vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. AFP

Christ­ine Blasey Ford, sem hef­ur sakað Brett Kavan­augh um að hafa beitt hana kyn­ferðis­legu of­beldi, bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og situr nú fyrir svörum nefndarinnar. Síðar í dag mun Kavanaugh koma fyrir nefndina.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi Kavanaugh sem næsta dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hann úti­lok­ar ekki að draga til­nefn­ingu Kavan­augh til baka eft­ir vitna­leiðslur fyr­ir nefnd­inni í dag.

„Ég er ekki hér því mig langar til þess. Ég er dauðhrædd. Ég er hér því það er mín borgaralega skylda,“ sagði Ford meðal annars þegar hún kom fyrir nefndina.

Ford sak­ar Kavan­augh um að hafa reynt að af­klæða hana, að hafa haldið henni fang­inni og káfað á henni þegar hún var 15 ára og hann 17 ára, árið 1982. Í kjölfar þess að Ford greindi frá reynslu sinni eftir að tilkynnt var að hann kæmi til greina sem dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna hafa tvær konur til viðbótar stigið fram.

Kavan­augh hef­ur neitað öll­um ásök­un­um Ford og segir hann að hann muni bera vitni fyr­ir nefnd­inni í dag til þess að geta „hreinsað nafn sitt“.

Hér má fylgjast með beinni útsendingu frá vitnaleiðslum dómsmálanefndar öldungadeildarinnar:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert