„Ógeðfelld“ ummæli Trump

Þingmaðurinn Jeff Flake heldur ræðu í lok síðasta mánaðar.
Þingmaðurinn Jeff Flake heldur ræðu í lok síðasta mánaðar. AFP

Tveir þing­menn Re­públi­kana­flokks­ins hafa gagn­rýnt Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta harðlega fyr­ir að gera grín að Christ­ine Blasey Ford sem hef­ur sakað Brett Kavan­augh um kyn­ferðis­legt of­beldi.

„Hvorki staður né stund“

Jeff Flake, einn þriggja re­públi­kana sem eru sagðir óákveðnir yfir því hvort þeir greiði at­kvæði með kjöri Kavan­augh í Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna, sagði um­mæli Trump í garð Ford vera „ógeðfelld“.

„Þetta var hvorki staður né stund fyr­ir um­mæli eins og þessi,“ sagði Flake í viðtali við NBC News. „Að ræða svona viðkvæmt mál op­in­ber­lega á kosn­inga­fundi er ein­fald­lega rangt. Ég vildi óska að hann hefði ekki gert þetta. Þetta var frek­ar ógeðfellt.“ 

Susan Collins.
Sus­an Coll­ins. AFP

Sagði um­mæl­in röng 

Sus­an Coll­ins öld­unga­deild­arþingmaður, sem einnig er sögð óákveðin varðandi kjör Kavan­augh, sagði að um­mæli Trump væru „ekk­ert annað en röng“.

Um­mæli Coll­ins og Flake varpa ljósi á þá óvissu sem er ríkj­andi varðandi ör­lög Kavan­augh. Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an, FBI, rann­sak­ar nú ásak­an­ir þriggja kvenna um að Kavan­augh hafi verið drykk­felld­ur og mis­notað kon­ur kyn­ferðis­lega þegar hann stundað nám á ní­unda ára­tugn­um.

Einnig eru uppi áhyggj­ur vegna þess að FBI hef­ur aðeins eina viku til að rann­saka ásak­an­irn­ar vegna þrýst­ings frá re­públi­kön­um í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings og Hvíta hús­inu. Fyr­ir vikið nær FBI ekki að yf­ir­heyra fjölda vitna.

Frá mótmælum í borginni Portland fyrir utan skrifstofu Susan Collins …
Frá mót­mæl­um í borg­inni Port­land fyr­ir utan skrif­stofu Sus­an Coll­ins vegna máls­ins. AFP

Vill kosn­ingu í þess­ari viku

Re­públi­kan­ar von­ast til þess að kjör Kavan­augh í embættið verði til þess að Hæstirétt­ur verði íhalds­sam­ari. Mitch McConn­ell, leiðtogi öld­unga­deild­ar­inn­ar, krafðist þess í dag að kosn­ing­in færi fram í þess­ari viku. „Öld­unga­deild­in mun kjósa um til­nefn­ingu hans í þess­ari viku,“ sagði McConn­ell.

„Það er kom­inn tími til að ljúka þess­ari vand­ræðal­egu uppá­komu,“ sagði hann og bætti við að gagn­rýn­in í garð Kavan­augh væri „al­gjört brjálæði“.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert