Samþykktu að banna einnota plast

AFP

Evrópuþingið samþykkti með miklum meirihluta atkvæða í dag að sogrör, hnífapör og fleira úr einnota plasti yrði bannað innan sambandsins.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafði áður lagt slíkt bann til á þeim forsendum að 70% af rusli í hafinu og á ströndum væri einnota plast. 

Samtals greiddu 571 þingmaður atkvæði með banninu en 53 á móti. 34 sátu hjá. Lög um bannið taka hins vegar ekki gildi fyrr en viðræður hafa farið fram um það á milli ríkja Evrópusambandsins, Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert