Áttu „mjög gott“ spjall um viðskiptadeilu

Forsetarnir áttu langt og gott spjall um viðskiptadeilu ríkjanna.
Forsetarnir áttu langt og gott spjall um viðskiptadeilu ríkjanna. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, átti „mjög gott“ sam­tal við við Xi Jin­ping, for­seta Kína, um harðnandi viðskipta­deilu á milli ríkj­anna tveggja. Trump greindi frá þessu á Twitter.

„Átti langt og mjög gott sam­tal við Xi Jin­ping, for­seta Kína. Við töluðum um ýmis mál, en lögðum mikla áherslu á viðskipti,“ skrifaði Trump.

Hann sagði að viðræður um deil­una þokuðust hægt og ró­lega í rétta átt og að fund­ir hefðu verið bókaðir á G20-ráðstefn­unni sem fer fram í Bu­enos Aires í Arg­entínu í lok þessa mánaðar.

For­set­inn sagðist einnig hafa átt gott spjall við kín­verska koll­ega sinn um mál­efni Norður-Kór­eu.

Trump  til­kynnti það um miðjan sept­em­ber­mánuð að Banda­rík­in hygðust leggja inn­flutn­ing­stolla á kín­versk­ar vör­ur að and­virði 200 millj­arða Banda­ríkja­dala. Sú aðgerð var um­fangs­meiri en fyrri skær­ur í viðskipta­deilu ríkj­anna tveggja.

Kín­verj­ar svöruðu því með því að til­kynna um nýja tolla á banda­rísk­ar vör­ur að and­virði 60 millj­arða dala.

Þá hef­ur Trump sakað Kín­verja um að reyna að hafa áhrif á banda­rísku þing­kosn­ing­arn­ar með því að leggja tolla á banda­rísk­ar vör­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert