Einn er látinn og nokkrir slösust í mótmælum vegna hækkandi eldsneytisverðs í Frakklandi í dag. Fjölmenn mótmæli fara víða fram víða í Frakklandi og lést kona í Savoy í suðausturhluta Frakklands þegar ekið var inn í hóp mótmælenda í héraðinu.
Mótmælin snúast fyrst og fremst um hækkandi eldsneytisverði í Frakklandi og er nú mótmælt er á um tvö þúsund stöðum víðsvegar um landið. BBC segir lögreglu telja um 120.000 manns, svo nefnd „Gul vesti“ taka þátt í mótmælunum, en nafnið er dregið af skærgulum vestum sem mótmælendur klæðast er þeir stöðva umferð til að vekja athygli á málstað sínum.
Hafa mótmælendur sakað Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að hafa yfirgefið „litla manninn“, en Macron viðurkenndi í vikunni að sér hefði ekki tekist að sameina þjóðina. Hann segir þó pólitíska andstæðinga sína hafa hertekið mótmælin til þess að koma í veg fyrir breytingar á vinnulöggjöf sem hann er að reyna að koma í gegnum þingið.
Ökumaðurinn, sem varð konunni að bana, var á leið með dóttur sína á spítala er atvikið átti sér stað. Segir BBC hana hafa fyllst örvæntingu er hún komast ekki leiðar sinnar með dóttur sína og því hafi hún ekið inn í hóp mótmælenda með fyrrgreindum afleiðingum.