Lööf skilar umboðinu ― kosið að nýju?

Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð.
Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð. AFP

Annie Lööf, formaður sænska Miðflokks­ins, tilkynnti í morgun að hún hefði gefist upp á stjórnarmyndunartilraunum og skilað umboði til þess. Miðju- og hægriflokkar höfðu undanfarna viku reynt að mynda starfhæfa stjórn.

Ekkert hefur gengið í tilraunum til að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þingkosningar í Svíþjóð í september.

Fundur Lööf með Andreas Norlén, forseta sænska þingsins, dróst á langinn. Að fundi loknum staðfesti Lööf að henni hefði ekki tekist að mynda starfhæfa meirihlutastjórn. Hún sagði að fólk úr ólíkum flokkum yrði að vinna saman til að finna lausn en sagði að slíkt væri ekki í sjónmáli.

Andreas Norlén, forseti sænska þingsins.
Andreas Norlén, forseti sænska þingsins. AFP

„Það er undir forseta þingsins komið hver næstu skref verða,“ sagði Lööf og bætti við að það væri tilgangslaust fyrir hana að biðja um lengra tíma til að halda stjórnarmyndunarviðræðum áfram.

Samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins mun Norlén ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokka í dag og í framhaldi af því halda blaðamannafund í fyrramálið. Sænskir stjórnmálafræðingar telja að fáa kosti í stöðunni. Annaðhvort muni Stefan Löfven, formaður Sósíaldemókrata, halda áfram sem forsætisráðherra eða boðað verði til kosninga að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert