Norlén ræðir við formenn flokka

Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén.
Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén. AFP

Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, stendur í ströngu í dag en hann ræðir við formenn allra flokka sem eiga menn á þingi. Fyrsti fundurinn hefst eftir fimmtán mínútur en það er formaður Jafnaðarmannaflokksins, Stefan Löfven, sem ræðir þá við Norlén um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. Klukkan 14 að sænskum tíma, klukkan 13 að íslenskum tíma, mun Norlén leggja til fyrir þingheim hver eigi að gegna embætti forsætisráðherra næstu fjögur árin. Ekki hefur tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn í Svíþjóð eftir að þingkosningar fóru fram í landinu í september. Óttast margir að kjósa þurfi að nýju en fáir stjórnmálamenn hafa áhuga á því enda dýrt og tímafrekt.

Á vef sænska ríkissjónvarpssins er að finna fundardagskrá dagsins hjá Norlén:

  • 08.30 Socialdemokraterna 
  • 08.55 Moderaterna
  • 09.20 Sverigedemokraterna 
  • 09.45 Centerpartiet
  • 10.10 Vänsterpartiet
  • 10.35 Kristdemokraterna 
  • 11.00 Liberalerna
  • 11.25 Miljöpartiet 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert