Neyðarfundur í París

AFP

For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, hef­ur boðað ráðherra í rík­is­stjórn­inni á sinn fund síðar í dag og er um neyðar­fund að ræða vegna mót­mæla gegn rík­is­stjórn­inni í Par­ís í gær. 133 slösuðust í mót­mæl­un­um en gríðarleg­ar skemmd­ir voru unn­ar á mann­virkj­um og lausa­mun­um víða um borg­ina.

AFP

Macron er á leiðinni heim til Frakk­lands eft­ir að hafa setið fund leiðtoga G20 ríkj­anna í Arg­entínu. Hann hef­ur boðað for­sæt­is­ráðherra og inn­an­rík­is­ráðherra á sinn fund í for­seta­höll­inni ásamt yf­ir­mönn­um ör­ygg­is­mála rík­is­ins. 

Ökumaður lést í nótt eft­ir að hafa lent í árekstri í kjöl­far um­ferðarteppu vegna mót­mæla gulu vest­anna í Suður-Frakklandi. Slysið átti sér stað í Arles en sendi­bif­reið lenti í árekstri við flutn­inga­bíl og kastaðist síðan á aðra bif­reið. Sak­sókn­ari í Tarascon, Pat­rick Desj­ardins, seg­ir slysið megi rekja beint til vegatálma sem mót­mæl­end­ur settu upp. Myndaðist 10 km löng bíla­lest vegna þessa. 

Alls voru 412 hand­tekn­ir í gær en átök­in eru þau verstu í höfuðborg Frakk­lands í mörg ár. 378 eru enn í haldi lög­reglu. Af þeim sem slösuðust eru 23 fé­lag­ar í sér­sveit lög­regl­unn­ar sem tók­ust á við mót­mæl­end­ur stærsta hluta dags­ins. Ekki er úti­lokað að neyðarástandi verði lýst yfir.

AFP

„Ég mun aldrei samþykkja of­beldi,“ sagði Macron á blaðamanna­fundi í  Bu­enos Aires skömmu fyr­ir flug­tak í morg­un. Hann seg­ir ekk­ert rétt­læta árás­ir á op­in­bera starfs­menn og fyr­ir­tæki lögð í rúst. Að blaðamönn­um og al­menn­ingi sé hótað eða Sig­ur­bog­inn saurgaður, sagði hann. 

Í morg­un var kveikt í klefa þar sem vegtoll­ar eru greidd­ir af brennu­vörg­um skammt frá Nar­bonne. Jafn­framt er hraðbraut­inni, A6, sem ligg­ur norður og suður, lokað skammt frá Lyon af mót­mæl­end­um. 

AFP

En ró­legt var yfir höfuðborg­inni í morg­un á meðan starfs­menn borg­ar­inn­ar unnu að hreins­un­ar­starfi eft­ir eyðilegg­ing­una í gær, svo sem við Champs Élysées, Louvre, Óper­una og Vendôme torg. Rúður voru brotn­ar í versl­un­um, kveikt í bíl­um og nán­ast allt lagt í rúst sem hægt var að eyðileggja. Tug­ir bíla voru eyðilagðir af hóp­um óeirðarseggja en marg­ir þeirra voru með gasgrím­ur og skíðagler­augu til þess að verj­ast tára­gasi frá lög­reglu. 

AFP

Ein mann­eskja er í lífs­hættu eft­ir að mót­mæl­end­ur rifu niður risa­stórt járn­hlið Tuileries garðsins fyr­ir fram­an Louvre safnið. Nokkr­ir lentu und­ir hliðinu í lát­un­um. Tæp­lega 190 eld­ar voru kveikt­ir og kveikt í sex hús­um, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu. 

Á Sig­ur­bog­ann var búið að krota: Gulu vest­in munu sigra. En með því er vísað til gulu vest­anna og mót­mæla gegn rík­is­stjórn­inni. Upp­haf þeirra má rekja til hækk­un skatta á eldsneyti. 

AFP

Síðan þá hafa of­beld­is­hneigðir an­arkist­ar og öfga­hóp­ar bæst í hóp­inn og er talið að þeir standi á bak við óeirðirn­ar í gær. 

Macron stend­ur frammi fyr­ir vanda því ekki er ljóst hvernig svara á kröf­um gulu vest­anna ekki síst fyr­ir þær sak­ir að um grasrót­ar­sam­tök er að ræða sem ekki eru með neina form­lega leiðtoga en mikið magn krafna. 

AFP

Talið er að um 75 þúsund manns hafi tekið þátt í mót­mæl­um víðsveg­ar í Frakklandi í gær og í flest­um til­vik­um fóru þau friðsam­lega fram. Þetta eru mun færri en tóku þátt 17. nóv­em­ber en þá voru þátt­tak­end­urn­ir 282 þúsund tals­ins. Fyr­ir viku síðan voru þeir 107 þúsund. 

Ágúst Ásgeirs­son blaðamaður í Frakklandi fer yfir mót­mæl­in í frétta­skýr­ingu sem birt­ist ný­verið í Morg­un­blaðinu en hana er hægt að lesa hér að neðan.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert